Veldu teningana vandlega í That’s Pretty Clever áður en þú setur þá á samlitt svæði, stillir upp klókum keðjuverkandi áhrifum, og raðar inn stigum. Teningarnir sem þú notar ekki skipta líka máli, því allir teningar sem eru með lægri tölu en sá sem þú valdir eru í boði fyrir aðra leikmenn, sem þýðir að allir eru með þó aðrir séu að gera.
Spilið er einnig þekkt á þýsku sem Ganz Schön Clever.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNIGNAR
- 2019 Nederlandse Spellenprijs Best Family Game – Tilnefning
- 2018 Kennerspiel des Jahres – Tilnefning
- 2018 Golden Geek Board Game of the Year – Tilnefning
- 2018 Golden Geek Best Solo Board Game – Sigurvegari
- 2018 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
Klara Ingólfsdóttir –
Ótrúlega skemmtilegt teningaspil. Litla sjö ára frænka mín kemur ekki í heimsókn án þess að biðja um að spila þetta spil. Okkur finnst rebbarnir einstaklega sniðugir, ef maður nær að virkja þá, þá jafngilda þeir þeim flokki sem maður er með fæst stig og því fleiri rebba sem maður nær því hærra margfeldi af þeim stigum. Við keppumst því um að ná sem flestum rebbum fyrir auka stig en það þarf að passa að þeir jafngilda alltaf fæstu stigunum svo maður verður að reyna að ná stigum í hverjum flokki.