The Captain is Dead

9.480 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 2-7 leikmenn
Spilatími: 60-90 mín.
Höfundur: Joe Price, JT Smith

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: AEG5897 Flokkur: Merki:
Skoðað: 46

Ímyndaðu þér að þú sért í áhöfn um borð í geimskipi í uppáhaldssjónvarpsþættinum þínum. Ímyndaðu þér svo að síðustu 10 mínútur í þættinum hafi allt farið á hvolf og kafteinninn sé dauður, og þið sem eftir lifið þurfið að ná saman og bjarga deginum sjálf!

The Captain Is Dead er samvinnuspil fyrir 2-7 leikmenn þar sem þið þurfið einfaldlega að koma vélinni á geimskipinu aftur í gang áður en geimverurnar eyða geimskipinu — einfalt, ekki satt?

Þið eruð með magnað geimskip, fullt af mikilvægum kerfum sem hjálpa ykkur að stöðva geimverurnar, og koma vélinni aftur í gang. Hvert kerfi er ykkur gagnlegt, svo lengi sem það er í sambandi. Árásir frá geimverunum eiga það til að taka kerfin úr sambandi. Svo þið þurfið að halda jafnvægi á milli tíma sem þið eyðið í að halda kerfunum í sambandi, verjast geimverunuum, og klára markmiðin ykkar.

Hver meðlimur áhafnarinnar hefur sérstaka eiginleika og hæfileika. Þið þurfið að vinna saman sem hópur til að hámarka möguleika hvers hlutverks. Ef eitthvert ykkar reynir að vera hetja, þá munuð þið öll deyja.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2018 Origins Awards Best Board Game – Tilnefning
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , , ,

Útgáfuár

Útgefandi

Spilatími

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “The Captain is Dead”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;