Rósastríðin voru háð á milli York og Lancaster ættanna á þremur áratugum 15. aldar á Englandi. Ættirnar voru báðar tengdar konungsfjölskyldunni, sem gerði það að verkum að stríðin voru kölluð „frændastríðin“ (e. The Cousins’ War). Hvor leikmaður tekur sér hlutverk hvorrar ættar í baráttunni um England.
The Cousins’ War er spilað yfir mest fimm umferðir, og hver umferð táknar á milli 5-10 ára í átökunum. Hver umferð felur í sér að ná meiri völdum í Englandi og undirbúa sig fyrir hápunkts-orrustuna.
Í hverri umferð ákveðið þið hvar verður barist, notið spil til að stilla upp hermönnum á vígvöllinn, um leið og þið aukið eða missið völd á svæðunum, og að lokum berjist þið. Bardagar eru gerðir með blekkingu og mót-blekkingu, með þremur teningum, þar til aðeins annað liðið á hermenn á svæðinu. Að sigra bardaga hjálpar við að tryggja völd á borðinu.
Þú sigrar The Cousins’ War með því að annað hvort stjórna öllum svæðunum á Englandi, eða með því að stjórna flestum svæðum í lok fimmtu umferðar.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2017 Golden Geek Best Wargame – Tilnefning
- 2017 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar