The Fox Experiment

11.360 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 1-4 leikmenn
Spilatími: 60 mín.
Höfundur: Jeff Fraser, Elizabeth Hargrave

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: FOXCORE Flokkur:
Skoðað: 34

Árið 1958 byrjuðu Demitri Belyaev og Lyudmila Trut að gera tilraun um tamningu. Úr stórum hópi völdu þau eintök sem voru forvitin um fólk og minna árásargjörn. Úr hverri kynslóð völdu þau aðeins vinalegustu yrðlingana til að æxlast, í von um að endurskapa ferlið sem leiddi til aðlögunar dýranna að heimilum manna fyrir þúsundum ára.

Tilraunin gekk ótrúlega vel. Jafnvel þótt refirnir hafi aðeins verið valdir út frá því hve vinalegir þeir voru, þá fóru þeir fljótlega að fá mörg einkenni annarra dýra sem hafa verið tamin, eins og bletti, slöpp eyru, og krulluð skott. Þessar tilraunir eru enn í gangi.

Í The Fox Experiment ræktið þið ykkar eigin refastofn. Í hverri umferð veljið þið par af refum sem hafa ákveðna eiginleika. Þið eignist þessa eiginleika í formi teninga sem þið kastið og reynið svo að færa til að ná heilum einkennum sem þið getið svo merkt á yrðlingaspjaldinu ykkar. Þá fáið þið einkennis-merkla (e. token) eftir því hve mörg einkenni þið hafið merkt við, sem þið notið til að uppfæra ykkar persónulega leikborð.

Þegar umferðinni er lokið eru eldri kynslóðir refanna hreinsaðar upp og allir nýju yrðlingarnir settir í byrgið — og verða þannig kandidatar fyrir foreldri í næstu umferð. Spilinu lýkur eftir 5 umferðir og þið fáið stig fyrir að gleðja velgjörðarmenn, klára rannsóknir, og fyrir vinalegasta refinn, uppfærslur og auka-merkla (e. token). Það ykkar sem fær flest stig sigrar.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2024 American Tabletop Strategy Games – Meðmæli
  • 2023 Meeples Choice Award – Tilnefning
  • 2023 Board Game Quest Awards Best Strategy/Euro Game – Tilnefning
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Spilatími

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “The Fox Experiment”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;