The Game

Rated 4.50 out of 5 based on 4 customer ratings
(4 umsagnir viðskiptavina)

3.350 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 1-5 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Steffen Benndorf

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSS2-08029 Flokkur: Merki: , , ,
Skoðað: 514

Samvinnuspil þar sem leikmenn þurfa að losa öll 98 spilin í fjóra frákastbunka til að sigra spilið.

Hver leikmaður byrjar með 6-8 spil á hendi (fer eftir fjölda leikmanna) og fjóra frákastbunka, tvo með 1 og ör sem bendir upp, og tvo með 100 og ör sem bendir niður. Leikmenn skiptast á að losa að minnsta kosti tvö spil af hendi í einn eða fleiri bunka, þar sem talan hækkar í píla-upp bunkunum og lækkar í píla-niður bunkunum. Að auki mátt þú setja spil sem er nákvæmlega tíu hærra eða lægra en spilið sem er efst í bunkanum. Sem dæmi, er 100 bunkinn er með 87 efst á sér, þá máttu setja hvaða tölu sem er sem er lægri en 87, eða setja 97.

Þegar leikmenn hafa lokið sinni umferð, þá fylla þeir á höndina sína. Á meðan leikmenn eru að gera, þá mega þeir ekki segja nákvæmlega hvað þeir eru með á hendi, en þeir mega vara aðra leikmenn við að setja í ákveðna bunka, eða koma með aðrar tillögur.

Þegar stokkurinn er búinn, þá verða leikmenn að spila að minnsta kosti einu spili út í sinni umferð. Ef ykkur tekst að spila öllum 98 spilunum út, þá sigrið þið!

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2015 Spiel des Jahres – Tilnefning
  • 2015 Golden Geek Best Solo Board Game – Tilnefning
  • 2015 Golden Geek Best Card Game – Tilnefning
Aldur

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi púsla
Fjöldi leikmanna

, , , ,

Útgáfuár

Útgefandi

4 umsagnir um The Game

  1. Einkunn 5 af 5

    Sigurlaug

    Mjög skemmtilegt samvinnuspil sem gengur út á að leggja niður spil í réttri röð. Það má tala saman en þó ekki gefa til kynna hvaða spil viðkomandi hefur á hendi. Svipað og “The mind” en hér má aðeins tala saman.

  2. Einkunn 5 af 5

    Ásta Eydal

    Hrikalega skemmtilegt spil þar sem allir eru í sama liði gegn spilinu, og markmiðið er að sigra spilið í sameiningu! Mæli með fyrir fjölskyldur og vinahópa.

  3. Einkunn 5 af 5

    Salóme

    Æðislegt spil sem hentar frábærlega sem upphitunar spil eða bara þegar maður vill spila eitthvað sem er ekki of langt með litlum fyrirvara. Mjög einfalt í útskýringu. Þetta er í sjálfu sér kapall sem allir spilarar reyna að vinna saman. Krefst mikilla samræðna og að gefa í skyn hvaða spil maður er með á hendi, þó bannað sé að gefa upp nákvæmlega hvaða spil maður er með á hendi.
    Svolítið villandi hversu skuggalegt spilið lítur út, þetta er ekki eitthvað hryllingsspil.

  4. Einkunn 3 af 5

    Eidur S.

    Allt í lagi í spilun, en þemað gerir núll fyrir þetta spil.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;