Safnið genginu saman og gerið ykkur klár fyrir röð bankarána með póker!
The Gang er samvinnuspil byggt á Texas Hold’em, þar sem þið veðjið á hve góð höndin ykkar er miðað við aðra leikmenn, og reynið svo að láta spádóminn ganga upp.
Snemma í umferðinni, án þess að tala saman, veljið þið spilapening sem gefur til kynna hve góð ykkur finnst höndin ykkar vera. Svo gefið þið spil á mitt borðið og fáið tækifæri til að endurmeta höndina eftir því sem fleiri spil eru lögð niður. Í lok umferðarinnar sjáið þið hvort þið mátuð höndina ykkar rétt eða ekki. Ef þið gerðuð það öll, þá fáið þið að opna eina bankahvelfinguna! Ef ekki, þá kveiktuð þið á viðvörunarbjöllu! Ef þið náið að opna þrjár hvelfingar áður en þið kveikið á þremur bjöllum, þá sigrið þið!
Umsagnir
Engar umsagnir komnar