Í The Great Split dragið þið ykkur spil til að safna auðæfum eins og gimsteinum, gulli, listaverk, og bækur, og bætið þeim í safnið ykkar til að gera það fínast allra safna.
Þú byrjar hverja umferð á að skipta spilunum þínum í tvo bunka, og lætur svo veskið þitt ganga til leikmannsins til vinstri — en aðeins annar bunkinn mun rata til þín aftur. Þú skiptir, þau velja! Ekki örvænta þó, því á meðan andstæðingur þinn er að líta yfir skiptinguna þína, þá færð þú líka svipaðan pakka frá leikmanninum hægra megin við þig, svo veldu vel. Þegar höndin þín er tilbúin, þá spilar þú spilunum til að bæta auðæfunum við safnið þitt.
Hver tegund auðæfa gefur þér stig á mismunandi vegu, svo það skiptir máli að hafa jafnvægi í safni gimsteina, fylgjast grannt með verðgildi listmuna á markaðinum sem þróast, og hlaða upp ómetanlegum bókum. Byggt á því hvernig hvert ykkar byggir upp safnið sitt, munu mismunandi auðæfi vera þeim misverðmæt. Nýtt prútthæfileika þína til fulls, þegar þú skiptir og búðu til hið fullkomna tilboð til að knýja andstæðinginn til að taka það sem þú vilt hann taki… svo þú fáir það sem þú vilt.
Verið viðbúin því þegar mið-spils-skorið á sér stað. Passið upp á gullforðann ykkar til að auka ríkidæmið, og fullkomna safnið.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar