Gerið ykkur klár í stórkostlega ráðgátu! Í The Key: Royal Star Casino Burglary, þurfið þið hverja einustu vísbendingu sem þið finnið til að leysa þetta snúna glæpamál.
The Royal Star spilavítið hefur lent í röð innbrota sem hafa skekið veðmálaheiminn. Einhvern veginn tókst þremur glæpamönnum að komast í viðkvæm gögn, en hvernig? Þið hefjið rannsóknina á því að sameina allar vísbendingarnar um tölu öryggisgeymslanna, glæpamennina, tímann sem glæpurinn átti sér stað, og kóðann sem var sleginn inn. Í spilunum sem fylgja þessu spili þarf að rannsaka afrifna peningastrimla, setja hreyfingu á lyftum í rétta röð, og setja kóðaflísarnar saman á réttan hátt. Vitni munu gefa skýrslur um atburði sem áttu sér stað á sama tíma og glæpurinn, og bæta þannig við spennuna þar til rétti kóðinn birtist og glæpamennirnir eru komnir á bak við lás og slá.
Athugið að það er ekki alltaf það ykkar sem er sneggst sem sigrar, heldur það sem fer varlega og nýtir hverja hreyfingu best.
- Inniheldur ráðgátu sem hægt er að spila aftur og aftur.
- Allir gera í einu, svo hvert spil tekur 20-30 mínútur.
- 4 afþurrkunar-tússpennar fylgja með, og borðspjöld og „rissblöð“ sem hægt er að skrifa á.










Umsagnir
Engar umsagnir komnar