Ticket to ride: Europe (ísl.)

(3 umsagnir viðskiptavina)

8.350 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-5 leikmenn
Spilatími: 30-60 mín.
Höfundur: Alan R. Moon

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: NOSF1-TICKE Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 263

spilavinir reglur a netinuLoksins er komin Ticket to Ride útgáfa sem sýnir lestarleiðir í Evrópu! Leikurinn virkar í grunninn eins og eldri útgáfan af Ticket to Ride en ýmsar skemmtilegar viðbætur eru komar í hópinn t.d. göng, lestarstöðvar og ferjur. Spilið gengur út á að finna lestarleið á milli borga í Evrópu. Leikmenn fá úthlutað lestarleiðum og reyna að eigna sér leiðir smám saman í frá einni borg og í aðra. Lituð spil eru notuð til að eigna sér leiðir og litlir lestarvagnar settir á teinana til að sýna eignarhlut viðkomandi leikmanns. Sá vinnur sem fær flest stig. Einstaklega vinsælt og margverðlaunað borðspil fyrir fólk á öllum aldri!

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

 • 2013 Hungarian Board Game Award Special Prize – Sigurvegari
 • 2006 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
 • 2006 Årets Spill Best Family Game – Sigurvegari
 • 2005 Japan Boardgame Prize Best Advanced Game – Tilnefning
 • 2005 International Gamers Awards – General Strategy; Multi-player
Útgefandi

,

Vörumerki

Aldur

Merkingar

Varan er CE merkt

Fjöldi púsla
Seríur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , ,

Útgáfuár

3 umsagnir um Ticket to ride: Europe (ísl.)

 1. Hjalti Þorsteinsson

  Spilið snýst um það að safna spilum í sama lit til að smíða lestarleiðar um Evrópu. Dregnir eru áfangastaðir og er það markmið leikmannsins að tengja alla áfangastaðina sína.

  Frábært spil fyrir þá sem eru ekki fyrir mjög flóknar reglur. Það er ekkert flókið sem kemur fram í þessu spili og því geta eiginlega allir spilað það.

  Það er mjög skemmtilegt og hentar fyrir alla. Það getur verið dálítið leiðinlegt í enda leiksins að reikna út fjölda stiganna en mér dettur ekki neina aðra galla í hug.

 2. Salóme

  Virkilega gott spil með fjölskyldunni. Tengdu saman borgir í Evrópu með lestum. Getur orðið svolítið langt en yfirleitt innan tveggja tíma.

 3. Hafdis karlsdottir

  Þetta er einfalt og vinsælt spil. Það er sko ekki að ástæðulausu að það séu svona margar útgáfur af þvi. Æðislegt spil fyrir þá sem elska að ferðast þó þetta sé nú ekki gott spil í ferðalagið

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

;