Ticket to ride: Europe

Rated 4.69 out of 5 based on 16 customer ratings
(16 umsagnir viðskiptavina)

8.350 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-5 leikmenn
Spilatími: 30-60 mínútur
Höfundur: Alan R. Moon

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSF1-W7202 Flokkur: Merki: ,

Skráðu þig á biðlistann til að fá tölvupóst strax og þessi vara kemur aftur á lager.

Skoðað: 793

spilavinir reglur a netinuLoksins er komin Ticket to Ride útgáfa sem sýnir lestarleiðir í Evrópu! Spilið virkar í grunninn eins og upphaflega útgáfan af Ticket to Ride en ýmsar skemmtilegar viðbætur eru komar í hópinn t.d. göng, lestarstöðvar og ferjur. Spilið gengur út á að finna lestarleið á milli borga í Evrópu. Leikmenn fá úthlutað lestarleiðum og reyna að eigna sér leiðir smám saman í frá einni borg og í aðra. Lituð spil eru notuð til að eigna sér leiðir og litlir lestarvagnar settir á teinana til að sýna eignarhlut viðkomandi leikmanns. Sá vinnur sem fær flest stig. Einstaklega vinsælt og margverðlaunað borðspil fyrir fólk á öllum aldri!

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2013 Hungarian Board Game Award Special Prize – Sigurvegari
  • 2006 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
  • 2006 Årets Spill Best Family Game – Sigurvegari
  • 2005 Japan Boardgame Prize Best Advanced Game – Tilnefning
  • 2005 International Gamers Awards – General Strategy; Multi-player
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Útgefandi

Vörumerki

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Seríur

Útgáfuár

Fjöldi púsla
Spilatími

16 umsagnir um Ticket to ride: Europe

  1. Einkunn 5 af 5

    Sigurlaug

    Frábært spil.
    Eini gallinn er hvað þetta tekur langan tíma og því sjaldnar tekið upp fyrir vikið. En svo skemmtilegt spil og heldur spilurum í spennu að klára sínar leiðir áður en næsti spilari skemmir fyrir.

  2. Einkunn 5 af 5

    Þórhallur Ólafsson

    Skemmtilegt spil

  3. Einkunn 4 af 5

    Hildur H

    Ticket to ride spilin eru alltaf skemmtilegt og ætti að vera skylda að eiga allavega eina týpu á hverju heimili. Europe útgáfan er að mínu mati ekki eins skemmtileg og upprunalega spilið en engu að síður skemmtilegt og spennandi.

  4. Einkunn 4 af 5

    Sigurjón Magnússon

    Þađ góđa viđ þetta spil er ađ þađ er einfalt en samt mikil strategía sem gerir þetta spil gott fyrir þá sem eru ađ stíga sín fyrstu skref í borđspilaheiminum og þá sem eru lengra komnir

  5. Einkunn 5 af 5

    Halldóra

    Skemmtilegt spil, mér finnst breytingarnar (undirgöngin og turnarnir) gefa spilinu skemmtilegan blæ. Svo eru Ticket to ride spilin tilvalin í að rifja upp landafræði 🙂

  6. Einkunn 5 af 5

    Sigurður Jón

    Fá orð um Ticket to Ride Europe önnur en að þetta er að öllu leiti æðislegt spil. Þó ég velji upprunalega Ticket to Ride USA þá er það sennilega bara fyrir sérvisku. Frúin velur Evrópu kortið yfir önnur kort og það er alltaf gaman að spila það.
    Það eru tvær nýjar reglur sem að krydda aðeins upp á leikin, það eru göng og lestarstöðvar. Þessar reglur renna vel saman við upprunalegu reglurnar en gera leikin örlítið flóknari, en samt varla til að tala um.

    Ps. Ein húsregla sem við höfum vanið okkur á í tveggja manna leik, er að sleppa lestarstöðvunum og hafa flöskuhálsin til Edinborgar tvöfalda (að báðir leikmenn geti lagt lestir þangað). Það er hinsvegar ekkert að grunn reglunum sem kallar á slíkar breytingar. Bara val einstaklinga og sýnir líka að spilið hefur ákveðin sveigjanleika

    Á kassanum stendur 8+ og ég er sammála því.

  7. Einkunn 4 af 5

    Baldur

    Ljómandi gott spil.
    Frekar tímafrekt og að hámarki fyrir 5 leikmenn.
    Þar að leiðandi er þetta spil ekki spilað oft heima hjá mér.

  8. Einkunn 5 af 5

    Aldís

    Eitt af mínum uppáhalds spilum! Auðvelt að læra en hægt að spila aftur og aftur og hafa gaman af.

  9. Einkunn 3 af 5

    Rebekka R.

    Þessi útgáfa er skemmtileg þó ég kjósi USA frekar þar sem mér finnst lestarstöðvarnar draga úr spennunni.

  10. Einkunn 5 af 5

    Kolbrún

    Ticket to ride er klassískt borðspil. Gengur oft pínu hægt en það er ótrúlega skemmtilegt þegar menn plotta, reyna að skemma fyrir öðrum og allir í sínum hugarheimi með svakaleg plön.

  11. Einkunn 5 af 5

    Magnús

    Skemmtilegt spil þar sem reynir á útsjónarsemi.

  12. Einkunn 5 af 5

    Björn

    Mjög skemmtilegt spil. Krefst mikillar strategíu en er samt mjög einfalt að spila þótt það virki flókið til að byrja með. Spila þetta mikið með frúnni og dótturinni sem er 14 ára.

  13. Einkunn 5 af 5

    Lára

    Var lengi búin að heyra af þessu spili. Ákvað að slá til og kaupa það sem jólaspil fjölskyldunnar. Var smá efins hvort ég ætti að velja krakka útgáfuna eða venjulega. Ákvað að taka venjulegu útgáfuna, sé ekki eftir því þar sem að börnin geta líka spilað það 🙂 Eitt skemmtilegasta fjölskylduspil sem ég hef átt. Einn helsti kosturinn við það líka er að það er vel hægt að spila þetta bara 2 🙂

  14. Einkunn 5 af 5

    Eyrún Halla Kristjánsdóttir

    Skemmtilegt spil og frábært að hafa lestarstöðvarnar þegar margir eru að spila saman. Skemmtilegt breyting á upprunalega spilinu og hafa það aðeins flóknara eins og með göngin og lestarstöðvarnar.

  15. Einkunn 5 af 5

    Kristín Ósk Barichon

    Eitt af mínum uppahálds! Skemmtilegt með fjölskyldunni

  16. Einkunn 5 af 5

    Arndís

    Snilldar spil sem hentar vel upp í bústað eða á spilakvöld. Mjög spennandi og stragetískt.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;