Skoðað: 757
Sígildur leikur (1966) þar sem allir leikmenn fara í flækju. Spilið er plastdúkur lagður á gólfið með lituðu hringjum. Leikmenn setja svo hendur og fætur á reitina samkvæmt hvað stjórnandi segir.
Bráðfyndin leikur sem reynir á leikmenn að halda jafnvægi, teygja sig í reitina, og auðvitað vita muninn á hægri og vinstri.
Kolbrún –
Tímalaust spil sem allir hafa gaman að, fullorðnir og börn. Heilsueflandi, eykur hreyfingu, styrkir bönd og mikill hlátur.
Edda –
Svakalega skemmtilegur leikur fyrir fjölbreytta hópa. Reynir á liðleika, útsjónasemi og svolítið þol. Klassískur leikur til að taka með upp í sumarbústað eða á hvers kyns samkomu, afmæli, o.s.frv.
Leikurinn er einfaldur – Plastdúkur með lituðum hringjum er allt sem þarf. Oft spila 3-4 í einu. Litur er valinn af handahófi og þá eiga allir að setja ákveðna hönd eða fót á þann lit þar til annað er sagt.
Kristín Óðinsdóttir –
Alltaf gaman að fara í Twister, gamlir sem ungir
Hafdís –
Þetta spil á heima í skemmtilegum partýum fyrir hressa krakka og stóra krakka. Þetta kemur fólki saman og er góð hreyfing.
sigrunasta69 (staðfestur eigandi) –
Sígilt spil sem flestir kunna.
Daníel Hilmarsson –
Hver þekkir ekki twister! Algjör snilld hvort sem er fyrir krakka eða fullorðna. Fullkomin í partý og bústaðarferðir