Skoðað: 45
Unlock! eru samvinnuspil í anda flóttaherbergjanna vinsælu. Spilið kemur með þremur ævintýrum (herbergjum) og með því að nota spjöld og app í símanum þínum leysið þið gátur, finnið og búið til nytsamlega hluti og bjargið deginum.
Unlock! Mystery Adventures inniheldur þrjú ný ævintýri sem þú getur spilað heima hjá þér:
- The House on the Hill: Hvað gengur á í þessu niðurnídda heðfarsetri? Rannsakið málið og brjótið bölvunina sem liggur á staðnum.
- The Nautilus Traps: Árás sjóskrímslis hrekur ykkur í skjól í gömlum kafbát. Finnið leið aftur upp á yfirborðið!
- The Tonipals Treasure: Smith kafteinn faldi fjársjóðinn sinn á eyjunni Tonipal. Leysið gátuna áður en Johnson — annar fjársjóðaáhugamaður — finnur fjársjóðinn!
Stefán Ingvar Vigfússon –
Unlock! serían er frábær. Leikmenn hjálpast að við að leysa þrautir og gátur til þess að sleppa úr allskyns kröggum. Spilunum fylgir app sem oft á tíðum er stórskemmtilegt. Mistery adventures er stórskemmtilegt og spooky!