Skoðað: 25
Unlock! eru samvinnuspil í anda flóttaherbergjanna vinsælu. Spilið kemur með þremur ævintýrum (herbergjum) og með því að nota spjöld og app í símanum þínum leysið þið gátur, finnið og búið til nytsamlega hluti og bjargið deginum.
Unlock! Secret Adventures inniheldur þrjú ný ævintýri sem þú getur spilað heima hjá þér:
- A Noside Story
- Tombstone Express
- The Adventurers of Oz
Hólmfríður María Bjarnardóttir –
Unlock spilin eru stórskemmtileg spil. Þau eru einskonar escape room pakkað í einn spilastokk og bera af mörgum öðrum þannig spilum. Í Unlock kössunum eru 3 slík mál, oftast í mismunandi erfiðleika flokkum, 1 stokkur hvert. Málin eru misgóð en mér fannst þessi kassi mjög fínn.