Í Viticulture eruð þið í hlutverki sveitafólks í Tuscany héraði í gamla daga sem hefur erft lítilfjörlegan víngarð. Þið eigið nokkra lóðarskika, gamla vínpressu, lítinn kjallara, og þrjá verkamenn. Ykkur dreymir öll um að víngerð ykkar verði vinsælli en hinna.
Þið þurfið að ákveða hvernig á að nýta krafta vinnumannanna yfir árið. Hver árstíð er mismunandi á víngarðinum, svo vinnumenn fá mismunandi verkefni sem þarf að sinna á sumrin og á veturnar. Það er samkeppni um verkefnin, svo oft fær fyrsti vinnumaðurinn sem tekur það að sér forskot á þá sem á eftir koma.
Sem betur fer, fyrir eigendur víngarðanna, þá elskar fólk að heimsækja víngarða og svo heppilega vill til að fólkið sem það gerir er viljugt að hjálpa til á meðan það dvelur þarna, svo lengi sem vinnumaður er á staðnuum til að leiðbeina þeim. Heimsóknir þeirra (í formi spila) eru stuttar, en geta verið mjög gagnlegar. Með því að nýta vinnumenn og gesti, þá getið þið stækkað víngarðinn og byggt byggingar, plantað vínviði, og uppfyllt pantanir á víni. Allt með það að markmiði að reka farsælasta víngarðinn í Tuscany héraði.
Viticulture Essential Edition inniheldur grunnspilið og nokkrar vinsælustu viðbótanna, eins og upprunalegu Tuscany viðbótarinnar með Mamas & Papas, Fields (sem var áður kallap Properties), endurbætt gestaspil, og Automa spil fyrir eins-manns spilun — auk nokkurra minniháttar reglubreytinga.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2017 Juego del Año – Meðmæli
Umsagnir
Engar umsagnir komnar