Skoðað: 60
Western Legends er opið-í-báða-enda afmarkað (e. sandboxed) ævintýraspil fyrir 2-6 leikmenn í ameríska villta vestrinu. Leikmenn taka að sér söguleg hlutverk þessa tímabils, og geta öðlast þjóðsagnakenndan blæ á marga vegu: Veðja, reka búfénað, grafa eftir gulli, ræna banka, berjast við bófa og ræningja, eltast við sögur, verða útlagar, halda friðinn. Möguleikarnir eru nær óendanlegir.
Bryan Drake er að minnsta kosti mjög sáttur við spilið. ↓
Sigurjón Magnússon –
Eitt af mínum uppáhalds spilum
Ísak Jónsson –
Virklega fjölbreytilegt spil úr villta vestrinu sem býður upp á margar leiðir til sigurs. Viltu vera kúabóndi? Kúaþjófur? Bankaræningi? Gullgrafari? Eða bara pókersnillingur? Viltu feta hinn þrönga stíg réttvísinnar eða lifa frjálsu lífi útlagans? Þeman í þessu spili er mjög sterk. Spilast best með hatt og í rykugum kúrekastígvélum.