Ertu ekki Gettu Betur keppandi? Skiptir ekki máli! Hver leikmaður skirfar niður ágiskun við spurningu á við "Hvaða ár kom bikini’ið fyrst á sjónarsviðið?" eða "Hversu margir metrar er fótboltavöllur?" og lætur ágiskunina á veðmálsmottuna. Heldur þú að þú sért með svarið? Veðjaðu á þig. Ertu viss um að Nonni frændi sé sérfræðingur í þessu efni? Veðjaðu á hann. Svarið sem kemst næst rétta svarinu vinnur og allir sem veðjuðu á það fá borgað eftir vinningslíkunum!
Wits and Wagers er spurningaspil þar sem þú getur veðjað á svar allra. Það getur verið kennt á tveimur mínútum og spilað á 25 mínútum og allt að 20 manns geta spilað í liðaleik.
Sjáið spilið á TableTop.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar