15 ómissandi spil í Símalausa skóla

Spil fyrir símalausa skóla

Við lifum á dæmalausum tímum — að minnsta kosti þau okkar sem ekki eru í stærðfræði eða eðlisfræði, þau eru alltaf í einhverjum dæmatímum. Þar skora símalausir skólar hátt, sem og í öðrum tímum, því einbeitingin skiptir alltaf máli í námi.

Þegar bjallan glymur og börnin hlaupa út í frímínútur skína símalausir skólar skært! Íþróttir og leikir blómstra sem aldrei fyrr. Samtöl og sambönd verða til. Spilin eru tekin fram og skemmtunin sem þau veita verður öllum ljós.

Innblásin af fréttunum um símalausa skóla tókum við saman 15 spil sem okkur finnst ómissandi í símalausa skóla. Þessi spil eru stutt, lítil og nett, og því gott að grípa í þau í þröngum tímaramma. Það er líka auðvelt og fljótlegt að kenna reglurnar — og læra þær — og því gott að bjóða nýja leikmenn velkomna að borðinu.

Hér eru spilin, í stafrófsröð… og eitt spil til viðbótar sem var að koma út á íslensku í dag!

junior brain freeze bleikt 01

Brain Freeze

Við drögum spil og reynum að hika ekki þegar við þurfum að nefna hlut sem passar við spilið.

cabanga 01

Cabanga

Við setjum út spil með eins litlu talnabili og við getum, því við viljum ekki fá Cabanga! á okkur.

ekki sens 01

Ekki séns

Öll svörin eru tölur. Þitt hlutverk er að stoppa eða toppa síðasta svar.

hilo 01

Hilo

Reyndu að vera með fæst refsistig þegar einhver rýfur 99 stiga múrinn.

hjartslattur 01

Hjartsláttur

Fjölskyldu, og vinavænt hver-er-líklegastur spil.

flip 7 2025 01

Flip 7

Fáðu eins mörg spil og þú getur án þess að fá tvö eins og springa.

ligretto 2020 green 01

Ligretto

Eins og að leysa léttan kapal í kappi við aðra. Orkumikið spil.

lama 02

L.L.A.M.A.

Reyndu að losa þig við spilin af hendi, eða stoppa á réttum tíma með eins spil.

qwixx 01

Qwixx

Frábær blanda af teningaheppni og klókindum.

taco lundi 03 scaled

Taco Köttur Geit Ostur Pizza

Spenna og hraði. Eins og að horfa á dans þegar hreyfingarnar fara af stað.

timalina uppfinningar 01

Tímalína

Sagnfræði hefur aldrei verið skemmtilegri. Hvað gerðist á undan hverju?

trio 01

Trio

Frábær blanda af veiðimanni, minnisspili og kænsku. Vertu á undan að fá þrjá slagi.

set deutch 01

Set

Keppni í að horfa. Hvert ykkar sér fyrst sett úr spilunum sem eru á borðinu?

unanimo 01

Unanimo

Keppni í að hugsa eins og allir hinir. Einföld mynd, átta orð. Skrifar þú sömu orð og aðrir?

… og að lokum, loks fáanlegt á íslensku, er Fun Facts!

fun facts 01

Fun Facts (ísl.)

Hversu vel þekkist þið? Hversu vel þekkið þið sjálf ykkur? Samvinnuspil sem sameinar hópinn.


Við eigum að sjálfsögðu fleiri spil sem henta fyrir símalausa skóla. Svo skemmtilega vill til að það er stórt sniðmengi á spilum sem henta fyrir ferðalög og spilum sem henta fyrir frímínútur. Enn skemmtilegra er að við eigum líka spil um sniðmengi!

Karfa