Aðgangseyrir

Hægt er að kaupa aðgang að spilasafninu og leiksvæðinu á staðnum. Aðgangurinn gildir til lokunar sama dag (sjá neðst á síðunni).

  • 
Fullorðinn (14 ára og eldri): 1.500 kr.
  • Barn (1-13 ára): 500 kr.
  • Ungabarn: Frítt

Einnig er hægt að kaupa klippikort með 5 heimsóknum á. Þú getur notað klippikort til að bjóða vini (eða vinum) með þér, fyrir makann og þess háttar.

  • Klippikort fyrir fullorðna: 6.000 kr.
  • Klippikort fyrir börn: 2.000 kr.
Klippikort Spilavina

Einstaklingur með fylgdarmann (liðveisla, NPA og þess háttar) borgar fyrir sig, en fylgdarmaður fær frían aðgang. Ef fylgdarmenn eru tveir, þá er borgað fyrir annan þeirra.

Ný verðskrá að ofan tekur við 28. apríl 2025.

Fyrirtæki og hópar

Hægt er að leigja Spilavini undir viðburði fyrir fyrirtæki og hópa, til dæmis PubQuiz, Spilastund, Tónlistarbingó, gæsun eða steggjun, og margt fleira.

Sendu okkur tölvupóst á vidburdir@spilavinir.is til að fá meiri upplýsingar.

barsvar 03 25 square

BarSvar (a.k.a. Pub Quiz) fyrir fyrirtæki

hopefli fyrirtaeki spilakvold

Spilastund fyrir fyrirtæki

tonlistarbingo vorumynd

Tónlistarbingó

Margnota bingóspjöld. Einnig til í bingóleigu Spilavina.

Bingóleiga

Karfa