Skoðað: 14
Í þætti 66 fara Pant vera blár í sína árlegu (að minnsta kosti) bústaðaferð, Blákon.
Blákon er ótrúlega skemmtileg spilaráðstefna sem haldin er 1-2 sinnum á ári í Munaðarnesi í Borgarfirði. En hvað þarf í svona góða bústaðarferð fyrir fjóra miðaldra einstaklinga frá fimmtudegi til sunnudags?
- 3 pakka af eggjum
- 3 pakka af beikoni
- 3 pakka af Vilko pönnukökum og gott síróp
- 8 kjúklingabringur
- 10 pylsur og pylsubrauð með meðlæti
- Salat
- Mjólk
- Bjór, viskí, gin, Baileys (algjört möst), bland og smá rauðvín
- Sous-vide græjur
- 10-12 hamborgara með brauði og meðlæti
- Eitthvað gott kjöt, kartöflur og sósur eftir smekk
- Djús, jógúrt, nasl (létt millimál)
- 36 Powerade (helst bláa)
Og síðast en ekki síst…
52 borðspil!
Meðal annars er fjallað um Kickstarter vöru sem selur teninga með mismunandi lyktum. Í flestum Kickstarter verkefnum eru yfirleitt seldir aukahlutir sem bara er hægt að kaupa fyrir þá sem „backa“ tiltekið verkefni og síðan ekki sögunna meir.