Skoðað: 9
midgard 2023

Spilavinir á Midgard 2023

Það er mikið um að vera næstu helgi þegar Midgard 2023 hátíðin hefst í Laugardalshöll. Midgard er háklassa nördahátíð þar sem samankemur fólk úr öllum áttum að halda upp á áhugamálin sín, hvort sem þau eru sjónvarpsþættir, bíómyndir, bækur (yfirleitt sci-fi eða fantasía), tölvuleikir, hlutverkaleikir og auðvitað borðspil. Haldin er búningakeppni (e. cosplay) ásamt fjölda annarra skemmtilegra viðburða sem hægt er að lesa meira um hér.

Spilavinir verða að sjálfsögðu mjög sýnilegir á sýningunni. Við munum halda íslandsmeistaramót í Catan, kenna á hin ýmsu spil (a la Borðspilavinir), halda Spunaspilavini og halda Nytjamarkað Nörda!

Nytjamarkaður Nörda

Þau eru ófá skiptin þar sem fólk hefur spurt okkur hvort hægt sé að selja notuð borðspil hjá okkur. Hingað til höfum við aðeins snert á því með því að halda borðspilamarkað í Spilavinum þar sem fólk hittist og getur selt, skipst á, eða keypt notuð spil.

Nú ætlum við að gera tilraun með þjónustu sem við köllum Nytjamarkað Nörda og ætlum að keyra tilraunina á Midgard 2023. Nytjamarkaður Nörda er magnaður markaður fyrir gömlu spilin þín, RPG bækurnar, og fleira spilatengt. Nytjamarkaður Nörda er líka skemmtilegur staður til að finna nýtt nördadót í safnið þitt! Þú þarft ekki að standa vaktina og selja, við gerum það fyrir þig. 

Á Nytjamarkaði Nörda kemur þú með það sem þú vilt selja, skilur það eftir hjá sölufólkinu okkar, slappar af og skemmtir þér á Midgard, og svo gerum við allt upp í lok sýningarinnar. Þú færð annað hvort peninginn eða spilin þín til baka.

Spilavinir sjá um að skrá vörurnar, sýna og selja þær á meðan á sýningunni stendur. Fyrir það tökum við létt og lítið skráningargjald, og svo prósentu af andvirði sölunnar.

Markaðurinn verður á Midgard hátíðinni í Laugardalshöllinni 9.-10. september og verður opinn kl. 11-18 báða dagana.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;