Skoðað: 8

Íslandsmeistaramótið í Ticket to Ride 2023

Ticket to Ride kom út árið 2004 og hefur unnið fjölda verðlauna. Það er eitt vinsælasta spil heims og það hefur selst í meira en 8 milljónum eintaka. Þá eru ekki taldar með þær milljónir sem selst hafa af tölvu- og spjaldtölvuútgáfu leiksins. Að auki er til fjöldinn allur af viðbótum og útfærslum af spilinu.

Fyrsta Íslandsmeistaramótið í langan tíma

Síðastliðinn fimmtudag, 24. ágúst, var haldið Íslandsmeistaramót í Ticket to Ride í Spilavinum. Ekki hefur verið haldið Íslandsmeistaramót í spilinu í langan tíma (ef þá nokkurn tímann?) og var því spennan fyrir mótið mikil.

Létt var yfir hópnum og góð stemmning. Mótinu stjórnaði Steingerður Lóa Gunnarsdóttir, og ef þurfa þótti þá tók hún af um vafaatriði í reglum. Samtals tóku 11 manns þátt í mótinu. Spilaðar voru þrjár umferðir á þremur borðum, og að lokum einn fjögurra spilara úrslitaleikur. Á lokaborðinu spiluðu Frosti Haraldsson, Pétur Bjarni Sigurðarson, Donata Sarkiene og Lisa Große. Lisa hafði unnið tvær umferðir en grúttapaði þriðja leiknum sínum þannig það var tvísýnt hvort hún kæmist í úrslitin.

Lokaleikurinn var snöggur, þungur og spennandi að sögn keppenda en Lisa Große var að endingu Íslandsmeistari, aðeins fjórum stigum yfir Frosta.

Sigurvegarar mótsins voru þá að endingu:

  1. Lisa Große 128 stig
  2. Frosti Haraldsson 124 stig
  3. Donata Sarkiene 74 stig

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;