Spunaspilavinir #24

3.000 kr.

Spunaspilavinir er tækifæri til að taka þátt í hlutverkaspili sem tekur bara eina kvöldstund.

Vörunúmer: SP0022 Flokkur:
Skoðað: 2.976

Spunaspilavinir: Eitt kvöld, eitt ævintýri

Spunaspilavinir er viðburður í Spilakaffi, þar sem þú færð tækifæri til að taka þátt í einþáttungi í hlutverkaspili (e. one shot) sem stýrt er af sumum af bestu dýflissumeisturum landsins. Einþáttungur er heilt ævintýri frá upphafi til enda á einni kvöldstund. Ef þú vilt prufa hlutverkaspil en hefur aldrei tekið þátt, vilt komast í gott ævintýri en vantar hóp, eða hreinlega langar í skemmtilega kvöldstund í spunaspili, þá eru Spunaspilavinir eitthvað fyrir þig.

Hér að neðan eru lýsingar á næstu ævintýrum.


Spunaspilavinir #24: 14. maí kl. 18:00

Borð 1

  • Ævintýri: Hefnd Yabu
  • Kerfi: Legend of the Five Rings
  • Stjórnandi: Gabríel Benjamin
  • Fjöldi: 3-6
  • Tungumál: Íslenska (english if requested)

Hópur af hliðhollum samúræjum úr Fönix klaninu leitar hefndar gegn gungum sem komu lénsherra þeirra fyrir kattarnef og ætla að sölsa undir sig lönd hans. Byrjendavænt spil með fullorðins-þema.

A venture of loyal Phoenix clan samurai embark on a quest of revenge against the cowards that assassinated their lord and aim to usurp his fiefdom. Beginner-friendly game with adult themes. 

Borð 2

  • Ævintýri: Djúprauðar Klær
  • Kerfi: Fallout RPG
  • Stjórnandi: Grétar Mar
  • Fjöldi: 6
  • Tungumál: Íslenska

Fréttir berast af miklum skotbardaga, í kringum Hvelfingu 95, fyrir nokkrum dögum síðan. Venjulega myndi slíkt vera afskrifað sem dæmigerð átök ræningjagengja. Hinsvegar, þegar vitni tala um stóran hóp Dauðklóa á sama svæði, sjá einhverjir hag sinn í að ferðast að nöf hins Glóandi sjávar og sjá hvaða nýju hremmingar Óbyggðirnar gefa af sér.

Borð 3

  • Ævintýri: Olocans ellefu
  • Kerfi: Dungeons and Dragons 5e
  • Stjórnandi: Jóhann Már Andersen
  • Fjöldi: 6
  • Tungumál: Íslenska

Olocan, glæpaforingi, hefur kallað saman ellefu þjófa og þrjóta, sem eru allir sérhæfðir á sínu sínu sviði og þeir bestu sem völ er á (fyrir þann pening sem Olocan býður uppá…). Þeir eru nú samt bara sex, því fimm þeirra voru handteknir í kjölfar hraðaksturs á hestvagni skömmu áður. Verkefnið er að brjótast inn í vel varið nýlistasafn og stela þaðan verðmætasta gripnum, „Selune í baði“, sem er ómetanlegt listaverk. Verða svik eða jafnvel tvöföld svik?

Um ræðir ævintýri þar sem leikmenn spila and-hetjur á fjórða stigi. Þetta er byrjendavænt ævintýri, og er ætlað að sýna og prófa saman helstu þætti spunaspilsins.

Borð 4

  • Ævintýri: Í heljargreipum
  • Kerfi: Dungeons and Dragons 5e
  • Stjórnandi: Þorsteinn Sturla
  • Fjöldi: 3-5
  • Tungumál: Íslenska (english if requested)

Vítin hafa opnast, og herskarar djöfla herja á borgina Rexxentrum. Galdramenn konungsins hafa komist að því að lykillinn af því að stöðva árásina liggur djúpt í gömlu hofi grafið undir borginni. Konungurinn felur ykkur það verkefni að finna hofið og stöðva árásina áður en það verður of seint.

Ævintýri á level 12 fyrir reynda spilara.

The hells have opened, and an army of devils assaults the city of Rexxentrum. The court wizards have uncovered information that says the key to stopping this invasion lies in an old temple buried under the city. The king has dispatched you to find this temple and stop the invasion before it’s too late.

A level 12 adventure for experienced players.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Spunaspilavinir #24”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;