Spunaspilavinir: Eitt kvöld, eitt ævintýri
Spunaspilavinir er viðburður í Spilakaffi, þar sem þú færð tækifæri til að taka þátt í einþáttungi í hlutverkaspili (e. one shot) sem stýrt er af sumum af bestu dýflissumeisturum landsins. Einþáttungur er heilt ævintýri frá upphafi til enda á einni kvöldstund. Ef þú vilt prufa hlutverkaspil en hefur aldrei tekið þátt, vilt komast í gott ævintýri en vantar hóp, eða hreinlega langar í skemmtilega kvöldstund í spunaspili, þá eru Spunaspilavinir eitthvað fyrir þig.
Hér að neðan eru lýsingar á næstu ævintýrum.
Spunaspilavinir #29: Fimmtudaginn 10. október kl. 18:00
Borð1
- Ævintýri: Dýfan í Bláu borgina
- Kerfi: Lacuna 3.0
- Stjórnandi: Gabríel
- Fjöldi: 6
- Erfiðleikastig: Fullorðins
- Tungumál: Bæði Íslenska og enska í senn
Djúpt í iðrum Bláu borgarinnar, heimastað átta billjón dreymandi sála, leita draumadýfararnir úr óprúttnu Nasrudin stofnuninni að leyndarmálum sem geta fellt ríkisstjórnir, hvísla hugmyndir í sofandi eyru þjóðarleiðtoga og stórlaxa, og fela sig frá ███████ til að koma í veg fyrir ███.
Þetta draumkenndi hugarheimur setur spunann í spilið og líkist Inception í leikstjórn David Lynch, eða Control með nógu mikilli sýru til að fella fíl.
Borð 2
- Ævintýri: Fangelsisflóttinn
- Kerfi: D&D 5e – 4.stigs hetjur
- Stjórnandi: Jóhann Már
- Fjöldi: 6
- Erfiðleikastig: Byrjendur
- Tungumál: Íslenska, (English if requested)
Í kaldri dýflissu, á afskekktri eyju, þar sem hvergi berst ljósglæta, liggja fangar á köldu gólfi. Hróp úr öðrum klefum hafa síðastliðna daga skyndilega þagnað. Undan gólfinu berast hljóð, skrap og smellir, og skordýrin hafa orðið djarfari í að gæða sér á holdi þeirra sem dirfast að sofna. Spurningin er, eru þetta óumflýjanleg örlög sem bíða, að deyja á nafnlausri eyju, eða er von til að komast héðan út og berjast gegn örlögum sínum…
In a dark, cold dungeon, on a remote island devoid of light, a group of prisoners lay a group of prisoners on the cold and damp floor. Shouting from adjacent cells have suddenly been silenced for the last few days. From under the floor carries sounds, scrapes and clicks, and the insects have been more aggressively feasting upon those who dare to sleep. The question is, is this inescapable fate, to die on a remote island, or is there hope to fight one’s destiny and escape.
Borð 3
- Ævintýri: Þruman drunar skjótt / Thunder Rumbles Swiftly
- Kerfi: Blades in the Dark
- Stjórnandi: Ólafur Björn
- Fjöldi: 6
- Erfiðleikastig: Mjög byrjendavænt
- Tungumál: Íslenska (English, if requested)
Frumsýning á nýjasta leikriti Dolla Lyntgrein „Þruman drunar skjótt“ er í kvöld og eitthvert ykkar örvitanna týndi miðunum. Það skiptir svo sem litlu fyrir gengi sem er orðið alræmt fyrir innbrotshæfileika sína. En þar sem bjallan glymur sína stund, verður að hafa hraðar hendur fyrir sig. Spretturinn þvert yfir borgina reynist torffær þegar á andstæðar klíkur, umferðateppa og blákápur standa í vegi fyrir ykkur að sjá Dolla Lyntgrein í allri sinni dýrð.
The premiere of Dolli Lyntgrein’s latest play, “The Thunder Rumbles Swiftly,” is tonight, and one of you jabronis has lost the tickets. That’s not much of an issue for a gang notorious for its breaking-and-entering skills. But as the bell rings showtime, quick action is required. A race across the city proves challenging, even for this group, with rival gangs, traffic jams, and Bluecoats standing in your way of seeing Dolli Lyntgrein in all his glory.
Borð 4
- Ævintýri: Skuld
- Kerfi: Askur Yggdrasils
- Stjórnandi: Hjalti Nönnuson
- Fjöldi: 6
- Erfiðleikastig: miðlungs
- Tungumál: Íslenska
Komið er að hinu árlega vorblóti Breiðdælinga og Hávar höfðingi og Freysgoði hefur kallað saman ættina. Í miðjum fögnuðinum breytist allt og hetjur ættarinnar þurfa halda í hættuför djúpt í Niflheimi til að afhjúpa forn og hættuleg leyndarmál og mögulega storka örlögunum.
Borð 5
- Ævintýri: Gleymdi Kastalinn / The Forgotten Castle
- Kerfi: D&D 5e
- Stjórnandi: Halíma Essabiani
- Fjöldi: 6
- Erfiðleikastig: Byrjendur,
- Tungumál: Íslenska eða enska
Kaldir haustvindar, rándýr og óvættir gera dimman skóg að hættulegum dvalarstað fyrir ferðalanga sem eiga leið í gegn. Eina skjólið sem finna má er yfirgefinn kastali sem er að hruni kominn. En kastalinn geymir leyndarmál og eitthvað þar inni vill ekki að ráðgátan sé leyst, eða að nokkur sem inn í virkið kemur komist aftur út.
Þetta ævintýri er hrollvekja fyrir fullorðna sem hentar fyrir bæði byrjendur og lengra komna og er spilað í þriðja leveli í D&D5e kerfinu.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar