Þið trúið varla hve heppin þið eruð! Fyrst uppgötvið þið óþekkta eyju. Og nú, djúpt inni í frumskóginum, hafið þið fundið níu dularfullar fjársjóðskistur! En þetta er engin venjuleg eyja — þið hafið fundið eyju gátanna, þar sem frumskógardýr gæta fjársjóðanna. Þið þurfið að leysa gáturnar þeirra áður en þið getið opnað kisturnar. Eftir hverju bíðið þið? Leysið gáturnar saman og nælið ykkur í fjársjóð!
Gátuævintýri í frumskóginum? Vinnið saman eða sjálf að því að leysa mismunandi gátur til að opna dularfullar fjársjóðskistur. Í hverri umferð er sex mismunandi þrautum, sem eru sýndar á 36 teiknuðum, stórum spilum, raðað upp á nýjan hátt. Þannig er hægt að spila þessa þraut aftur og aftur, með nýja þraut í hverri umferð.
Skemmtileg leið til að kynna Exit heiminn fyrir börnunum.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar