Nýtt „Real Play“ hlaðvarp!

Skoðað: 11

Til er flokkur hlaðvarpa sem er kallaður á ensku Real Play, en þar er stjórnandi í hlutverkaspili að leiða hópinn sinn í gegnum mismunandi hlutverkaspil, sum algeng og sum fáséð.

Hlaðvarpið„Fífl og furðusögur“ er einmitt nýtt Real Play, en þar spila Stefán Ingvar Vigfússon og Aron Martin Ásgerðarson svokallaðar einhleypur með grínistum. Einhleypur eru hlutverkaspil sem spiluð eru á einu kvöldi frá upphafi til enda, eins og viðburðirnir okkar: Spunaspilavinir.

Stefán og Aron eru einmitt fastagestir á Spunaspilavinum og því tilvalið að deila þessu framtaki hér. Kunnugir ættu að þekkja Stefán úr uppistandi og þá sérstaklega VHS flokknum.

fifl og furdusogur hladvarp 01

„Fífl og furðusögur“ er mátulega léttur þáttur þegar kemur að reglum. Miðað er á höfuðregluna að ef það er flott fyrir sagnaframvindu þá virkar það.

Gestir þessa fyrsta þáttar koma úr hlaðvarpsgeiranum, en eru líka meðlimir Kanarí grínhópsins sem fer hátt þessa dagana.

Fyrsta þáttaröð: Vættarmót er komin út í heild sinni, en Vættarmót er Call of Cthulu einhleypa sem segir frá fjórum unglingspiltum á ættarmóti á vestfjörðum árið 1984. Fljótlega eftir að þeir koma á tjaldsvæðið fer af stað dularfull atburðarrás sem ýtir þeim Styrmi, Bjarna, Gogga og Stebba í óhugnalegan rannsóknarleiðangur um svæðið. Ekta halloween dæmi! 🎃 Vættarmót er eftir Aron sen keepar því sömuleiðis.

Vættarmót er á vefnum

Fífl og furðusögur eru á samfélagsmiðlum

  • Facebook síða: Fífl og furðusögur
  • Facebook grúppa: Fíflafélagið
  • Instagram: @furdusogur

(Þetta á ekki að vera strákapodcast, þótt að það hafi raðast þannig að það voru bara strákar í fyrsta þætti. Þeir stefna á að hafa sem jafnast hlutfall af sem flestum kynjum.)

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;