Skoðað: 4
Í 61. þætti af Pant vera blár er farið yfir dýrahald og nýtt life-hack fyrir foreldra lítur dagsins ljós. Þá er endurvakin spurningakeppnin með réttum svörum (öfugt við síðasta þátt) þar sem spyrill er í vandræðum með spurningafjölda.
Við ræðum spilin Spirit Island (að ósk hlustanda), Claim og 7 Wonders: Duel.
Þá er farið yfir hvenær maður fær nóg af spilum. Hvaða spil hafa gefið okkur þá tilfinningu að við viljum ekki spila aftur og hvers vegna.
Allt þetta og meira í 61. þætti af Pant vera blár sem ber heitið Ég gefst upp.
