Passaðu enn betur upp á spilin þín

Skoðað: 3

Spilaáhugafólk er allskonar, og umgengin við spilin enn fjölbreyttari en það. Sumir eru afslappaðir, en aðrir vilja passa vel upp á spilin sín. Þessi ofurgætni er eðlileg í ljósi þess að sum spil geta orðið gífurlega verðmæt með aldrinum, þá sérstaklega safnaraspil. Þið hafið vafalítið heyrt hafnarboltaspil nefnd í amerískum bíómyndum, en í dag eru það Pokémon og Magic the Gathering sem trjóna á toppnum.

Leiðin til að vernda spilin er til dæmis að geyma þaú í möppum, sem er fínt til að geyma en leysir engan vanda þegar á að spila spilið. Þá koma plöstin (e. sleeve) til sögunnar, en það eru þar til gerðir plastvasar sem spilunum er smeygt í. Þá er hægt að spila spilin, og um leið passa upp á það. Svona plöst er hægt að fá bæði mött og glansandi, og einnig með ógegnsæju baki — en það hentar vel þegar verið er að lengja líftíma snjáðra og illa farinna spila. Plöstin okkar, og kassar utan um spilin, eru hér.

Hvaða plöst passa á spilin þín?

Vandinn er hins vegar að spil — eins og við — eru af öllum stærðum og gerðum. Þannig að það vill verða erfitt að finna réttu plöstin fyrir spilin þín. Plöstin sem við seljum eru merkt vinsælustu spilunum svo það hjálpar til, en einn stærsti borðspilavefur heims (boardgamegeek.com eða BGG) var að bæta við sig upplýsingum um plastastærðir eftir spilum. Það þýðir að þú getur farið á BGG, leitað að spilinu þínu, og fengið allskyns upplýsingar um það. Þar á meðal stærðir á spilum sem í spilinu eru. Taktu Uno sem dæmi, eða Gloomhaven. Þarna sjást efst á blaði vörur sem eru seldar hér í Spilavinum.

Hér er svo vinur okkar, Zee Garcia, að bera saman gæði plastanna frá GameGenic, sem við seljum, og annarra.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;