Íslandsmeistaramótið í Carcassonne 2024

Skoðað: 6

Íslandsmeistaramótið í Carcassonne fór vel af stað klukkan 18 í gærkvöldi með 10 þátttakendum. Á staðnum voru þekkt andlit og ný, en Svanhildur minnti okkur á hvað þetta er frábær hópur sem kemur saman á hverju ári og hversu stolt við í Spilavinum erum af því að senda alltaf fulltrúa á heimsmeistaramótið.

Það er alltaf keppt í tveggja manna leikjum í Carcassonne og eru viðureignirnar gífurlega spennandi. Þannig er auðveldara að skipuleggja sig fram í tímann og sjá tækifæri til að læsa andstæðinginn frá stigunum sem hann þarf til sigurs.

Kepptar voru þrjár almennar umferðir með sviss kerfinu, og þau stigahæstu héldu áfram í fjögurra manna undanúrslit.

Að þessu sinni voru það Stéfan, fyrrum Íslandsmeistari, Frosti sem hefur stigið á verðlaunapall fjórum sinnum í Carcassonne, Jón sem var að keppa á sínu fyrsta móti, og hinn 7 ára Dagur sem var að keppa í annað sinn.

Stefán og Jón enduðu á að komast í úrslit, á meðan Frosti og Dagur kepptu um annað sætið.

Eftir spennandi keppni endaði þetta svona:

  1. Stefán frá Deildartungu
  2. Jón Andri Helgason
  3. Frosti Haraldsson
isl carcassonne 2024 02

Óskum Stefáni góðs gengis á heimsmeistaramótinu í október og hlökkum til að sjá ykkur sem flest að ári á næsta Íslandsmeistaramóti í Carcassonne.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;