Skemmtileg stund með starfsfólkinu

Spilakvöld er vinsæl skemmtun fyrir vinnustaði. Skemmtileg samvera er góð leið til að þjappa starfsfólkinu saman og draga fram það besta í öllum, og spil eru frábær leið til að búa til samveru.

Við erum vön að halda viðburði fyrir stóra og litla hópa á öllum aldri og stýrt þeim við góðan orðstír. Hvort sem þú vilt létta lund starfsmanna í litlum hóp, eða jafnvel bjóða fjölskyldum þeirra með. Þið fáið aðgang að Spilavinum í 3 klst. og skemmtilega spilakennara sem halda uppi góðri stemmningu í 2 klst.

Þú getur bókað Spilastund í Spilavinum á afgreiðslutíma hér til hliðar.

Spilastund í Spilavinum

Spilavinir eru tilvalinn staður til að bjóða starfsfólkinu upp á skemmtilega kvöldstund í notalegu umhverfi. Hjá okkur er hægt að versla alls kyns snarl og drykki fyrir starfsfólkið.

Ef kvöldið er ungt og starfsfólkið vill sitja til lokunar, þá er það að sjálfsögðu í boði.

Spilakvöld í fyrirtækinu

Þið veljið staðinn, hvort sem er í fyrirtækinu eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við komum til ykkar með helling af spilum sem henta fyrir hópinn.

Fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins

Að sjálfsögðu erum við til í að hitta skemmtilegt fólk hvar sem það er búsett á landinu. Þau kvöld eru eins, nema við þurfum náttúrulega að komast á staðinn. Verð á þeim kvöldum þarf að semja sérstaklega um. Hafið samband með tölvupósti til að stilla upp skemmtilegu spilakvöldi fyrir fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins.

Spilastund í Spilavinum

Á afgreiðslutíma (mán.-lau. 11-18)
Allt að 10 manns: 25.000 kr.
11-30 manns: 40.000 kr.

Utan afgreiðslutíma (mán.-lau. 18-22)
Allt að 10 manns: 70.000 kr.
11-30 manns: 95.000 kr.

Spilastund í fyrirtækinu

1-29 manns: 43.500 kr.

30-39 manns: 57.000 kr.

Athugaðu að verð á „Spilastund í fyrirtækinu“ gildir einungis fyrir höfuðborgarsvæðið.

Hafðu samband ef þig langar að halda enn stærra fyrirtækja­kvöld, eða bjóða upp á Spilastund í Spilavinum utan höfuð­borgar­svæðisins.

Skyldar vörur


barsvar 03 25 square

BarSvar (a.k.a. Pub Quiz) fyrir fyrirtæki

Margnota bingóspjöld. Einnig til í bingóleigu Spilavina.

Bingóleiga

Linda kennir á spilakvöldi

Bekkjarkvöld

gjafabref 3stk

Gjafabréf í Spilavinum

Karfa
;