7 Wonders 2nd edition: Armada

5.980 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 3 til 7 leikmenn
Spilatími: 40 mín.
Höfundur: Antoine Bauza

* Uppselt *

Uppselt

Þessi vara er ekki til í augnablikinu.
Vilt þú fá tilkynningu þegar hún kemur aftur?

Vörunúmer: SEV2US04 Flokkur: Merki:
Skoðað: 24

7 Wonders: Armada er viðbót við hið margverðlaunaða 7 Wonders sem hægt er að bæta við grunnspilið með eða án annarra viðbóta.

Í þessari viðbót fær hver leikmaður sjávarspjald í upphafi spilsins sem er lagt við hlið undraspjaldsins. Með því fylgja fjögur skip: Rautt, gult, grænt og blátt, og ný spil sem eru stokkuð inn í grunnstokkinn. Í hvert sinn sem þú tekur þér rautt, gult, grænt eða blátt spil, þá máttu borga aukalega tilað koma skipunum upp á næsta reit, og fá bónusana sem þar eru. Með skipunum kemur sjóher sem þarf að gæta að, svo maður skori stigin fyrir það, eða fái mínusstig. Í viðbótinni eru líka spil sem gera manni kleift að versla við næsta leikmann við þann sem er þér við hlið.

Frábær viðbót við frábært spil!

Karfa

Millisamtala: 2.950 kr.

Skoða körfuGanga frá pöntun

;