Stýrið einni af sjö stærstu borgum fornaldar til velsældar í 7 Wonders Dice. Í spilinu byggið þið undur sem munu standast tímans tönn, fleyta vísindum áfram, þróa viðskipti, stýra auðlindum, og halda utan um gullforðann — og hafa vökult auga yfir nágrannaborgunum, því þið munuð gjalda fyrir að leiða þær hjá ykkur.
Spilið á sér stað yfir nokkrar umferðir þar sem þið notið teninga til að byggja borgina ykkar. Þegar spilinu lýkur teljið þið saman stigin til að sjá hvert ykkar fékk mest af þeim og sigraði.








Umsagnir
Engar umsagnir komnar