Þetta hófst árið 1887
Østerlandsk Thehus var stofnað af stýrimanni sem var viðstaddur 50 ára afmæli Viktoríu Englandsdrottningar árið 1887. Enski aðmírállinn hafði bruggað fyrir hann te sem hafði svo mikil áhrif á Søren Wilhelm Jacobsen, að hann stofnaði Østerlandsk Thehus við komuna aftur til Kaupmannahafnar árið 1889. Þar hefur te aðmírálsins verið vel þekkt og vinsælt hjá þeim frá upphafi. Síðan þá hefur teið verið dýrmætt Kaupmannahafnarbúum sem og tedrykkjufólki frá öllum heimshornum.
Admirality Tea er blandað úr klassísku svörtu tei frá Darjeeling, Ceylon, og Keemun.
Bragð
Klassískt svart te, alveg laust við bergamot.
Uppáhellingur
Admirality Tea er byggt á klassísku svörtu tei úr gæðahráefni. Til að bragðið sé sem best þarf teið að liggja í 100 gráða heitu vatni í 3 mínútur.
Meira um teið
Þetta box inniheldur 12 píramídatepoka, sem gerðir eru úr PLA, náttúrulegu hráefni sem brotnar auðveldlega niður í náttúrunni. Það er einnig fáanlegt í tinboxi sem inniheldur 125 gr. í lausu.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar