Enchanted Forest

(4 umsagnir viðskiptavina)

4.650 kr.

Aldur: 6 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 30-60 mín.
Höfundur: Michel Matschoss, Alex Randolph

* Uppselt *

Vörunúmer: RAV010264 Flokkur: Merki:
Þú þarft að skrá þig inn til að geta skráð þig á biðlistann. Vinsamlegast skráðu þig inn eða búðu til aðgang
Skoðað: 341

Þið finnið íslenskar reglur á spilavnir.isÆvintýraskógurinn liggur á milli þorpsins og kastalans, og í honum leynast ævintýralegir hlutir undir hverju tré.

Þú kastar teningnum og reynir að lenda á tré til að sjá hvaða fjársjóður er falinn þar undir en þú verður að passa að enginn annar leikmaður sjái hvað er undir. Þegar þú hefur fundið fjársjóðinn sem konungurinn er að leita að þarftu að koma þér inn í kastalann til að segja kónginum hvar fjársjóðurinn er. Ef það er rétt hjá þér máttu halda áfram og finna næsta fjársjóð. Ef þú hefur rangt fyrir þér þarftu að fara aftur í þorpið og byrja upp á nýtt. Sá leikmaður sem er fyrstur að tilkynna 3 fjársjóði vinnur.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

 • 1982 Spiel des Jahres – Sigurvegari
 • 1981 Spiel des Jahres – Meðmæli
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Útgefandi

Útgáfuár

Fjöldi púsla

4 umsagnir um Enchanted Forest

 1. Maríanna

  Á eldri útgáfuna af þessu spili og hún var mjög mikið spiluð þegar ég var lítil af okkur systkinunum, frændsystkinum og vinum. Þegar ég fann gamla góða spilið í fyrra eftir margra ára veru upp á háalofti fór ég beint með það í leikskólann þar sem ég vann með 5 ára börnum og þau elskuðu það og enga stund að læra það. Síðan yfir jólin þegar að fjölskyldan kom heim dróg ég það fram við mikinn fögnuð viðstaddra, og spenningurinn og æsingurinn sem myndaðist er ólýsanlegur. Mæli 100% með þessu spili fyrir hvaða aldurshóp sem er!

 2. Anna

  Uppáhalds spil stelpnanna minna. Reynir vel á minnið þar sem þú átt að muna hvaða mynd er undir hverju tré og sýna það svo öllum loksins þegar þú kemst í kastalann. Spennan í hamarki allan tímann á meðan þið keppist um hver safnar flestum myndaspilum og reynið að tefja fyrir hverju öðru í gegnum allt spilið.

 3. sigrunasta69

  Mjög skemmtilegt spil. Ferðast er um spilaborðið og þegar lent er á reit við tré má kíkja hvaða mynd er undir trénu. Þegar leikmaður veit hvar tré er með réttri mynd er farið í kastalann og sagt hvar tréð er með myndinni. Ef rétt þá fær sá leikmaður spjaldið og ný mynd dregin. Þetta er mjög skemmtilegt minnisspil og öðruvísi spil en þessi venjulegu minnisspil.

 4. Daníel Hilmarsson

  Mjög skemmtilegt spil sem reynir á minni. Þú labbar á milli trjáa og reynir að finna tréð með réttu myndinni og ferð svo í kastalann til að segja hvar það tré er. Ef einhver er mjög útsmogin getur hann lesið í hvenær annar byrjar að hreyfa sig að kastalanum og reynt að komast á undan og gera þá ágiskun á hvert trjánna sé rétt

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

;