Betrayal at the house on the hill (3rd edition)

Rated 4.78 out of 5 based on 9 customer ratings
(9 umsagnir viðskiptavina)

10.980 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 3-6 leikmenn
Spilatími: 60 mín.
Höfundur: Dave Chalker, Banana Chan, Noah Cohen, Bruce Glassco og þrír aðrir að auki.

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSF1-53345 Flokkur: Merki: , ,

Skráðu þig á biðlistann til að fá tölvupóst strax og þessi vara kemur aftur á lager.

Skoðað: 437

Magnþrungið spil þar sem leikmenn vafra um draugalegt hús sem þau búa til jafnóðum, og rekast á anda og skelfileg tákn sem gefa örlög þeirra til kynna.

Þetta samvinnuspil inniheldur 50 hryllingsmyndarlega-möguleika, og fullt af herbergjum til að rannsaka. Í upphafi vinnið þið saman, en so mun eitt ykkar svíkja hin og hryllingurinn hefst.

Þessi útgáfa af spilinu er sérstaklega hönnuð til að auðvelda nýju fólki að vera með í spilinu. Svo þú getur safnað saman hópnum þínum fyrir skemmtilega stund með skrímslum í þessu sögudrifna spili.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2005 Japan Boardgame Prize Best Advanced Game – Tilnefning
  • 2004 Origins Awards Gamers’ Choice Award – Sigurvegari
Aldur
Fjöldi leikmanna

, , ,

Útgefandi

Fjöldi púsla
Spilatími

9 umsagnir um Betrayal at the house on the hill (3rd edition)

  1. Einkunn 5 af 5

    Þórhallur Ólafsson

    Fràbær hlutverka spil

  2. Einkunn 5 af 5

    Sigurjón Magnússon

    Alveg hreint magnađ spil fyrir byrjendur sem og lengra komna í spilageiranum.
    Þetta spil slær alltaf í gegn þegar ég kynni þađ fyrir fólki

  3. Einkunn 5 af 5

    Magni

    Gríðarleg endurspilun og engin tvö spil verða eins, þetta er skyldueign fyrir spilahópinn. Mæli með Widow’s Walk aukapakkanum til að taka með þessu, enn meiri fjölbreytni.

  4. Einkunn 4 af 5

    Matthew Haynsen

    A very fun game with a very immersive theme. It usually takes 1-2 hours to play and has lots and lots of replayability. On occasion there will be a lop-sided game but it still makes for a great story to talk about later. The components aren’t the best but the narrative makes up for it.

  5. Einkunn 5 af 5

    Linda Björg Guðmundsdóttir

    Eitt af uppáhalds spilunum mínum! Hver spilun er einstök og alltaf skemmtilegt þegar fólk dettur inn í hlutverkin sín. Mjög góð blanda af samvinnu- og keppnisspili. Mæli með að hafa í spilun playlista á Spotify sem ber sama heiti og spilið, dimma aðeins ljósin og detta inní temmilega óhugnanlegan heim!

  6. Einkunn 5 af 5

    Sigurlaug

    Mjög skemmtilegt spil sem byrjar sem samvinnuspil, en snýst svo yfirleitt fljótlega í að verða keppnisspil líka. Mjög fjölbreytt spil sem tekur óvæntar áttir og er aldrei eins þegar maður spilar það.

  7. Einkunn 5 af 5

    Hafdis karlsdottir

    Maður fær ekki leið á þessu spili enda er það alltaf smá öðruvísi í hvert skipti. Þetta spil er bara fyrir fullorðna enda ekki einfalt.
    Mæli með að kaupa litlar bréfaklemmur í A4 til að nota á spjöldin þvi þau sem fylgja detta bara af

  8. Einkunn 5 af 5

    Ísak Jónsson

    “Ætlarðu í alvöru að fara einn niðrí kjallara?” Ef þig hefur einhvern tíma langað til að vera persóna í hryllingsmynd þá er þetta spilið fyrir þig. Byrjar sem samvinnuspil en á ákveðnum tímapunkti snýst einn spilarinn gegn öllum hinum. Frábær skemmtun.

  9. Einkunn 4 af 5

    Gestur Ingi

    Skemmtilegt spil þar sem leikmenn byrja á að rannsaka saman dularfullt hús og svo gerist eitthvað þannig að einn leikmaðurinn verður á móti öllum hinum. Alls konar skemmtileg mismunandi spooky scenarios sem geta komið upp.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;