Drykkjuspil sem kemur með löngum lista af fyrirvörum frá framleiðanda (drekkið á ábyrgan hátt o.þ.h.), enda hannað með það eitt að markmiði að koma drykkjum sem hraðast ofan í fólk. Aðeins fyrir 20 ára og eldri. Byggt á hinu vinsæla Buzzed.
Einfalt í spilun – skiptið ykkur í tvö liðeinfaldlega skiptist á að draga spil efst úr stokknum. Þegar þú átt leik, lestu spilið upphátt. Annað hvort þitt lið eða hitt liðið þarf að drekka út frá því sem stendur á spilinu. Hannað fyrir 3-20 leikmenn.
Fullkomið til að koma partýinu af stað, steggjakvöld, gæsakvöld — í rauninni hvaða samkomu sem þér dettur í hug. Það er jafnvel hægt að fjarspila þetta fyrir fjarsamböndin.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar