Land í sjónmáli! Siglið sjóræningjaskipum yfir hafið, uppgötvið eyjar og byggið sjóræningjabúðir! En til þess þurfið þið „hitt og þetta“, eins og sverð, við og gull. Með því að byggja búðir á sniðugum stöðum fáið þið með smá heppni allt fyrir næstu búðir. Ef aðeins Krummi kafteinn væri ekki alltaf að flækjast fyrir…
Með Catan Junior geta ungir Catan aðdáendur, frá 6 ára aldri, upplifað skemmtunina sem fylgir hinu sígilda Catan — og fullorðnir geta spilað með!
Umsagnir
Engar umsagnir komnar