Scrawl hleypir skelfilega teiknaranum í okkur öllum út. Leikmenn fá hlaðna setningu (á ensku), teikna hana og láta hana ganga. Þegar meistaraverkið þitt hefur farið í gegnum furðulega og frækna heila félaga þinna — og er komið aftur til þín — þá munu hlutir hafa hreyfst ærlega til. Stig eru veitt fyrir skelfilegustu skrípamyndina og versta giskið. Flest bros sigra.
- Slæmir teiknarar velkomnir: Þú þarft ekki að vera góður teiknari til að spila Scrawl. Í rauninni er betra að vera ekki fær.
- Scrawl byrjar á kjánalegri setningu: Þú þarft að teikna fáránlega hluti eins og „A monkey knife fight“ eða „A haunted oven“ (spilið er á ensku, manstu) og láta það svo ganga.
- Hvísluleikurinn: Þegar glataða teikningin þín skilar sér heim, þá munu eitthvað hafa glatast á leiðinni. Rektu upp klikkaða söguna, fyndnasti krotarinn sigrar.
Ef Scrawl er uppselt, þá gætir þú viljað líta á Telestrations.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar