Gordon lögreglustjóra Gotham hefur verið rænt! Hann var að rannsaka spillingu innan borgarinnar þegar hann hvarf sporlaust. Eitthvað af búnaði Blökunnar er einnig horfinn og ofurhetjuna grunar að hann hafi verið notaður við mannránið.
Hver rændi Gordon? Hvaða búnaður var notaður við verkið? Hvar er hann nú niðurkominn? Blakan þarf nú að komast til botns í málinu. Eitt er víst að enginn hörgull er á illmennum í Gotham sem gætu staðið á bak við ódæðið. Voru það Jókerinn og Harley Quinn? Kattarkonan? Mörgæsin?
Spennandi útgáfa af Cluedo fyrir Batman aðdáendur með sérhönnuðum leikpeðum.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar