Codenames er partýspil þar sem tvö lið reyna að finna sína njósnara í borði en þeir eru faldir bak við dulnefni. 25 orð eða dulnefni eru í borðinu. Liðstjórar hvers liðs skiptast á að gefa sínu fólki vísbendingu – eitt orð og eina tölu, en aðeins liðstjórarnir vita hvað er bak við hvert dulnefni.
Í Marvel útgáfunni skiptast liðin í S.H.I.E.L.D. og Hydra.
Liðstjóri segir til dæmis „geimurinn 3“. Þá er liðstjórinn að segja að þrjú orð í borðinu tengjast geimnum og eru þeirra njósnarar. Liðið ræðir líklega möguleika sína og bendir á orðið sem það er sammála um í borðinu. Þá kemur í ljós hvort það er þeirra njósnari, óvinanjósnari, almennur borgari eða launmorðinginn.
Vísbendingar, launmorðingjar, rökhugsun og áhætta sem spilast á hálftíma.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar