Lúxusútgáfa af Copenhagen með breyttri kápu, 3mm leiserskornar akrílflísar (með gegnsæjum gluggum), og Nyhavn og New Facades sem var áður selt sér.
Í þessu skemmtilega spili sem er einskonar blanda af Ticket to Ride og Tetris er okkar gamla höfuðborg Kaupmannahöfn hér í aðalhlutverki, og þá sérstaklega Nýhöfn.
Í Copenhagen eru leikmenn að hanna framhlið á húsi við Nýhöfn. Leikmenn draga sér spil sem á eru myndir af flísum fyrir húsin. Ákveðin svæði á húsunum gefa svo aðgerðir sem duga út spilið. Hæðir sem eru eingöngu með gluggum gefa aukin stig.
Einfalt og gott fjölskylduspil.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar