Cozy Cottage Bingo er falleg og hlý útgáfa af þessu klassíska spili. Hvert bingóspjald er mismunandi heimili dýra með 8 tóm herbergi. Hver leikmaður dregur flís úr poka. Flísarnar sýna sömu herbergi og á spjöldunum, en með dýr í fullum rekstri heimilisins. Ef leikmaður er með húsið sem flísin tilheyrir, þá byrjar hann að fylla húsið sitt með skemmtilegri og vinalegri fjölskyldu. Fyrsta manneskjan sem fyllir húsið sitt með fjölskyldu sigrar.
Í þessu einfalda spili færðu tækifæri ti að tala við börnin um allt sem heimilisfólkið — dýrin — eru að gera, eins og að baða sig, borða, leika sér, eða semja sögur. Fullkomið tæki til að þjálfa frásagnarhæfileika barnanna.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar