Dog Park er miðlungsþungt spil þar sem þið ráðið ykkur sem hundagangarar með mismunandi hunda, sem hafa mismunandi þarfir, með það að markmiði að öðlast sem best orðspor fyrir hæfni ykkar í faginu.
Dog Park skiptist upp í fjóra hluta:
- Ráðning: Þið fáið tvær umferðir til að bæta hundum í hundabyrgið ykkar. Þið notið stigin ykkar til að versla, svo nýtið þau vel.
- Val: Þið veljið hvaða hunda þið ætlið að ganga með í þessari umferð.
- Ganga: Þið ferðist um almenningsgarðinn með hinum hundagöngurunum, safnið aðföngum, öðlist orðspor, og eigið samskipti við aðra á ferðinni.
- Heimatími: Þið fáið orðspor fyrir hundana sem þið genguð með, og tapið orðspori fyrir hundana í hundabyrginu ykkar sem ekki voru viðraðir.
Þið þurfið að velja leiðina í gegnum garðinn, og hundana, gaumgæfilega til að öðlast sem best orðspor og sanna að þið eruð besti hundagangarinn á meðal jafningja. Í lok spilsins sigrar það ykkar sem er með mesta orðsporið.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar