Það er verið að fagna! Fólk dansar á götunum og fer á hestbaki í gegnum danshallirnar. Þú hefur loks gert bandalag við villimennina í norðri. Í stað þess að hlaupa um útötuð í blóði, þá hleypur fólk um, tja, í sínum venjulega lit — við skulum ekki gleyma okkur í að hugsa um litinn á götunum eða fólkinu. Punkturinn er, það er friður. Auðvitað var erfitt að ná samstöðu. Villimennirnir eru, jú, villimenn. Þeir eru ekki með 5 sekúndna reglu og reka út rangan fingur þegar þeir drekka te. Það eru kostir líka, samt. Þeir gáfu þér hauskúpur til að drekka mjöð úr, og krydd til að losna við eftirbragðið af hauskúpunni. Og þú gafst þeim hluti á móti: gaffla, spegla, buxur. Þetta virkar fyrir alla. Og með þennan friðarsamning á borðinu, þá getur þú farið að sinna öðrum nágrönnum. Fljótlega verða allir samherjar þínir.
Þessi 14. viðbót í Dominion seríunni inniheldur 400 spil, með 31 nýju Kingdom spilum sem innihalda samherja sem gera þér greiða og skipta bunkum sem þú mátt snúa.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar