Fimbulfamb er ekki lengur framleitt, og því ófáanlegt.
Hið sögufræga spil Fimbulfamb er kom út aftur árið 2010 í nýrri og glæsilegri útgáfu með algjörlega nýjum orðaforða og í nýjum búningi.
Spilið byggist sem fyrr á útsjónarsemi og ímyndunarafli þátttakenda sem eiga að búa til sannfærandi skýringar á sjaldgæfum íslenskum orðum sem þeir hafa ekki hugmynd um hvað þýða. Sá sigrar sem tekst best að blekkja mótspilara sinn.
* Hið sögufræga og stórskemmtilega spil sem reynir á ímyndunarafl og útsjónarsemi þátttakenda.
* Áhugaverður blekkingaleikur með á annað þúsund skrýtnum, skondnum og sjaldgæfum orðum. Allt ný orð!
* Spennandi, gáskafullt, fróðlegt og þroskandi spil fyrir hressa Íslendinga.
* Spil sem allir kunna að meta: Klækjarefir, gabbarar, gáfnaljós, stuðboltar, orðhákar, snillingar og grínarar.
Ísak Jónsson –
Frábært spil um okkar stórundarlega á köflum tungumál. Holl og góð leikfimi fyrir ímyndunaraflið. Skyldueign finnst mér.
MyraMidnight –
Sérstaklega skemmtilegt fyrir stærri hópa, kynnir fyrir þér ýmis orð sem þú kannski vissir ekkert um og þú þarft ekkert að vita hvað það þýðir til að vinna þér inn stig, bara sannfæra fólk um hvað það gæti þýtt (samt gaman að læra hvað það þýðir raunverulega).