Í Fröschis reynir þú að koma þér upp röða af spilum, og að lokum að losna alveg við spilin úr röðinni.
Stokkurinn samanstendur af númeruðum spilum frá 1-8, fjórum froskum og átta ruslaspilum. Til að byrja spilið fær hver leikmaður röð átta spila á grúfu fyrir framan sig.
Þegar þú átt leik, þá þarftu annað hvort að taka efsta spilið í bunkanum á miðju borðinu, eða efsta spilið í frákastinu, og skipta á því og spilinu sem er á sama stað í röðinni þinni (ás fer lengst til vinstri, svo númer 2 og svo númer 3 og svo framvegis). Froskur er jóker og gildir sem hvaða tala sem er. Spilið sem þú tekur upp má svo fara á sinn stað líka, og svo framvegis. Ef þú færð rusl eða spil sem þegar er búið að snúa við, þá er umferðin þín búin og næsti leikmaður til vinstri á að gera. Spilið þitt fer þá í frákastið.
Þegar einhver er með átta spil fyrir framan sig sem búið er að snúa við, þá hefur viðkomandi sigrað þá lotu. Þá eru öll spilin stokkuð saman og gefið upp á nýtt, nema að leikmaðurinn sem vann fær einu færri spil fyrir framan sig. Þannig er haldið áfram þar til einhver á aðeins eitt spil eftir og tekst að losna við það með ás eða froski.
Þessu hoppandi, glaðlega froskaspili svipar sterklega til hins stórvinsæla Of margir apar / Too Many Monkeys sem eru bæði hætt í framleiðslu. Það má hiklaust mæla með Fröschis í staðinn fyrir þau.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar