Ferskt og ilmandi
Grænt te með engiferi og sítrónu er ein af blöndunum sem eiga uppruna sinn í Østerlandsk 1889 Copenhagen. Græna teið er hið kínverska Chun Mee, sem er svo blandað ljúffengu lífrænu hráefni eins og sítrónuberki, engiferbitum, svörtum piparkornum, sítrónugrasi, og lakkrísrót til að ná fram stórkostlegu tei í góðu jafnvægi.
Bragð
Bragðið er ferskt og mjög ilmríkt.
Uppáhellingur
Ginger & Lemon Tea er byggt á grænu tei, svo til að ná ákjósanlegasta bragðinu og halda góðum eiginleikum tesins, vítamínum þess og andoxunarefnum, þá þarf teið að liggja í 80°C heitu vatni í 3 mínútur.
Meira um teið
Einnig er hægt að fá þetta te í boxi sem inniheldur 12 píramídatepoka, sem gerðir eru úr PLA, náttúrulegu hráefni sem brotnar auðveldlega niður í náttúrunni.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar