Skoðað: 1.764
Skemmtilegt stutt spil sem er að vinna með snerpu og einfalda samlagningu. Flettir spjöldum með myndum af mismunandi ávöxtum. Þegar samtals 5 eins ávextir eru í borði á að slá á bjölluna. T.d af annar leikmaður er með 2 banana og hinn er með 3 banana þá á að slá á bjölluna.
Sá sem er fyrstur fær bunkana hjá öllum.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2007 Vuoden Peli Children’s Game of the Year – Tilnefning
- 2002 Japan Boardgame Prize Best Childgame – Tilnefning
- 1991 Fairplay À la carte – Annað sæti
Svanhildur –
Snilldar hraða leikur að reikna – fylgir ávalt hlátur og fjör.
Hjördís Jóna Bóasdóttir –
Virkilega skemmtilegt spil sem hjálpar til við samlagningu án þess að börnin átti sig á því.
Ásta Eydal –
Skemmtilegt spil til að spila við yngri krakka. Æfir samlagningu, snerpu og athyglisgáfu krakka og er skemmtilegt og áhugavert fyrir þau á sama tíma.
Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir –
Æsispennandi spil fyrir yngri kynslóðina. Þarf fulla athygli og eftirtektarsemi. Mæli með
Emma Vilhjálmsdóttir –
Virkilega skemmtilegt spil fyrir börn og fullorðna og í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Hver er fyrstu að fá spil sem passa saman eftir lit/lögun/fjölda og slá á bjölluna? Mæli með!
Erla –
Spilaði þetta mikið með börnunum þegar þau voru yngri og höfðum við mjög gaman að því.
Þetta var nú einhvertímann nýtt sem drykkjuspil í hallæri þegar ég var yngri með mikilli skemmtun.
Hafdís –
Skemmtileg læti og mikil spenna í þessu spili. Skilur eftir fólk hlæjandi. Alveg hægt að spila með börnum sem og fullorðnum. Þetta dregur fram manns innra barn
Sandra –
Þetta er mikið spilað heima hjá mér og er alltaf hressandi 🙂