Börnin hafa beðið eftir þessu í langan tíma. Loks geta þau skemmt sér í Heckmeck eins og stóra fólkið í þessu krúttlega, litla og hentuga spili fyrir ungdóminn: Heckmeck Junior.
Í stað talna eru nú matarmyndir á teningunum (og auðvitað ormar). Þið reynið að bæta inn kjúklingi, gúrkum, tómatsósu, osti og brauði til að búa til Heck-borgarann ykkar, og tölurnar á ormunum eru bara eins stafs tölur. Ef þú nærð þér í mörg mismunandi hráefni, þá gætir þú náð í marga ristaða orma á diskinn þinn. Ef hráefnið þitt er ekki á grillinu, þá getur þú kannski stolið því frá einhverjum öðrum leikmanni.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2011 Golden GeekBest Children’s Board Game – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar