In the Footsteps of Darwin

6.980 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-5 leikmenn
Spilatími: 20-30 mínútur
Hönnuður: Grégory Grard, Matthieu Verdier

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: GIG1034 Flokkur: Merki: , ,
Skoðað: 286

Tuttugu árum eftir leiðangur sinn um heiminn er Charles Darwin að skrifa bókina Uppruni tegundanna. Hann langar að safna nýjum upplýsingum um dýralífið, sérstaklega meginlöndin sem hann rannsakaði minna. Hverjir aðrir en ungir náttúrufræðingar, spenntir yfir nýjum uppgötvunum, geta hjálpað hinum merka fræðimanni að klára sitt frægasta rit.

Í spilinu In the Footsteps of Darwin eruð þið ungir náttúrufræðingar sem eru nýkomnir um borð í skip Darwins, Beagle, ti lað hjálpa honum að klára bókina sína, Uppruni tegundanna. Á ferðum ykkar munuð þið rannsaka dýr, gera kortafræðilegar kannanir, gefa út uppgötvanir ykkar, og þróa kenningar. Það ykkar sem fær merki Darwins byrjar, og svo skiptist þið á að gera réttsælis tvær aðgerðir í þessari röð:

  1. Rannsaka dýr eða fá innblástur frá persónu: Veldu eina af þremur flísum sem snúa að Beagle og settu í bókina þína. Þetta gæti verið dýr til að rannsaka eða persóna úr fyrri ferðum Beagle sem mun gefa þér innblástur. Fáðu bónusana sem fylgja flísinni og því hvar þú setur hana.
  2. Ferðir Beagle: Eftir að setja flísina í bókina þína, þá hreyfir þú Beagle um jafn marga reiti og fjarlægð flísarinnar sem þú varst að velja er frá skipinu (1-3 reitir), og dregur svo nýja flís til að fylla í gatið.

Markmiðið er að fá fleiri stig en andstæðingar þínir til að meta hvert ykkar lagði mest til við útgáfu Uppruna tegundanna.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2024 Spiel des Jahres – Tilnefning
  • 2024 Mensa Select – Sigurvegari
  • 2024 Geek Media Awards Family Game of the Year – Sigurvegari
  • 2024 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Spilatími

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “In the Footsteps of Darwin”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;