L.A.M.A.

Rated 3.50 out of 5 based on 2 customer ratings
(2 umsagnir viðskiptavina)

2.850 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Reiner Knizia

Availability: Til í verslun

Minus Quantity- Plus Quantity+
Vörunúmer: SPSS2-19072 Flokkur: Merki: , , ,
Skoðað: 834

spilavinir reglur a netinuEinfalt og létt spil sem var tilnefnt sem Spil ársins 2019 (Spiel des Jahres).

Í L.A.M.A. ert þú að reyna að losna við spilin þín af hendi eins hratt og þú getur, en þú dregur kannski ekki spilin sem þig vantar, svo ætlar þú að hætta og frysta höndina, eða halda í vonina og draga fleiri spil?

Hver leikmaður byrjar með sex spil á hendi; í stokknum eru lama spil og spil með tölum frá 1-6, átta af hverri tegund. Þegar þú átt leik, máttu spila út spili, draga spil á hendi, eða hætta. Þegar spili er spilað út, þá verður það að vera sama spil og er á borðinu, eða einum hærra. Ef sexa er á borði, þá máttu spila sexu eða llama, og ef llama er á borðinu, þá máttu spila llama eða ás. Ef þú hættir, þá setur þú restina af spilunum þínum á hvolf fyrir framan þig og ert ekki lengur með í þessari umferð.

Umferðinni lýkur þegar einn leikmaður spilar út síðasta spilinu sínu, eða allir leikmenn hafa hætt. Í hvoru tilfelli fá leikmenn stig byggð á spilunum sem þeir eiga eftir. Hver tegund af spili gefur þér jafn margar hvítar flísar (1 stig) og talan segir til um, en llama spil gefur þér svarta flís (10 stig).

Ef þú kláraðir öll spilin þín, þá máttu skila einni flís (hvítri eða svartri). Því næst er stokkað og gefið upp á nýtt.

Spilinu lýkur þegar einn leikmaður er kominn í 40 stig eða meira. Leikmaðurinn með fæst stig sigrar.

Fólk er ekki á einu máli með spilið. Hér að neðan er gagnrýni úr sinni hvorri áttinni.

Karfa
;