Lakrids the (12 pokar)

1.950 kr.

  • Hitastig vatns: 100°C
  • Uppáhellingartími: 8-10 mínútur

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: 5711738003335 Flokkur: Merki:
Skoðað: 9

Lakkríste ætti að bragðast eins og lakkrís.

Fyrir nokkrum árum þegar lakkrís varð mjög vinsæl bragðtegund, þróaði Østerlandsk 1889 Copenhagen lakkríste sem bragðast í alvörunni eins og lakkrís. Ef miða á við viðbragð viðskiptavina, þá tókst það mjög vel. Lakrids Te er eitt besta og kraftmesta lakkríste á markaðnum. Enda ein söluhæsta varan þeirra.

Uppskriftin af lakkrísteinu er leyndarmál. Það sem greinir það helst frá öðrum er að það inniheldur ekki teplöntuna Camilia Sinensis. Það er því hreint jurtate sem inniheldur aðeins hágæðahráefni eins og lakkrísrót, stjörnuanís, anísfræ, fennikkufræ, appelsínubörk, kanil og chili. Blanda sem gefur einstakt bragð og lykt.

Bragð

Það eru margar tegundir af lakkrístei á markaðnum. En Lakrids The frá Østerlandsk 1889 Copenhagen nær takmarkinu að verða einstakt á markaðnum með hárréttri blöndu sem gefur mikið lakkrís og chilibragð, en inniheldur líka talsverða sætu. Þannig að ef þú ert að leita að bragðmiklu te, þá ættir þú að prófa þetta einstaka lakkríste.

Uppáhellingur

Lakrids The er hreint jurtate sem má liggja í vatninu næstum óendanlega lengi. Bragðið magnast bara upp og hvert bragð verður skýrara. Best þykir að leyfa pokanum að liggja í 100°C heitu vatni í 8-10 mínútur.

Meira um teið

Lakrids The er eitt vinsælasta teið frá Østerlandsk 1889 Copenhagen, en fleiri te í þeim hópi eru Cool Mint, Dragon Mint, Sweet Lemon, og Tiger Mint.

Þetta box inniheldur 12 píramídatepoka, sem gerðir eru úr PLA, náttúrulegu hráefni sem brotnar auðveldlega niður í náttúrunni.

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Lakrids the (12 pokar)”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

;